Um okkur

Álgluggar ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem staðsett er að Flugumýri 34 í Mosfellsbæ.

Fyrirtækið var stofnað árið 2004 og byggir á gömlum grunni þrotabús Plast- og álglugga ehf. og sérhæfir sig í smíðum á álgluggum og álhurðum bæði sjálfvirkum hurðum og rennihurðum. Einnig smíðum á álhestakerrum, felli- og glerveggjum, sólskálum, svalalokunum, bátahurðum sem og sérsmíði af ýmsu tagi, sbr. bogahurðir og glugga og annað sem viðskiptavinir óska eftir.

Notast er við álkerfi sem byggt er upp á gluggaburðarkerfi, útigluggakerfi og innikerfi sem notað er í skrifstofur og fleira. Efnið er einkar endingargott og er nánast viðhaldsfrítt, sem hentar íslensku veðurfari sérlega vel.

Við veitum persónulega og góða þjónustu til þeirra sem kjósa vönduð vinnubrögð og árlega eru unnin fjölmörg verkefni um allt land. Myndir af ýmsum verkum má sjá í valmyndinni hér til vinstri.

Ekki hika við að hafa samband í síma 5575757 ef þú hefur spurningar.